top of page

ZO-ON

Updated: Feb 13, 2019


ZO-ON hefur verið uppáhalds útivistarfatnaðar-búðin mín í langan tíma.

Frá því ég var lítil hef ég átt nokkrar úlpur frá þeim, jakka, snjóbuxur, peysur, húfur og vettlinga, og alltaf verið jafn ánægð með vörurnar.

Þau eru með ótrúlega vandaðar vörur og ekki skemmir fyrir hvað þær eru fallegar!

Vörurnar eru mjög hlýjar og góðar og endast mjög lengi.

(Ég vil taka það fram að þær vörur sem ég nefndi hér fyrir ofan voru ekki fengnar í samstarfi).

Ég fór í ZO-ON verslunina í Kringlunni og mátaði nokkrar peysur, það gekk misvel að máta peysurnar þar sem ég er ólétt og finnst fáar flíkur fara mér vel með risa kúlu. Ég var búin að sjá Arnarfell peysuna á heimasíðunni hjá ZO-ON og fannst hún strax æði. Enda um leið og ég mátaði hana í versluninni þá var ég kolfallin og alveg ákveðin í að fá mér hana!

Peysan er æðisleg! Ég er búin að nota hana núna á meðgöngunni og elska hvað hún er létt, hlý og þægileg. Get alltaf hent mér í hana þegar ég fer út og finnst hún koma svo ótrúlega vel út! Smellpassar við hæla, strigaskó, sandala og ábyggilega gúmmístígvél líka ;)

Sniðið á henni er mjög flott og alveg ekta ég. Peysan mun vonandi koma enn betur út á mér í sumar þegar ég er búin að eiga og næ þá loksins að renna henni upp haha. Ég elska þessa peysu og verður hún mikið notuð :)Eins og kom fram hér áður þá heitir peysan Arrnarfell og hún fæst í bláum og gráum lit.

Ég fékk mér hana í bláu og mér finnst blái liturinn mjög flottur!Ég fékk mér einnig buxur sem heita Ganga og þær eru geðveikar!

Þær eru úr ótrúlega þægilegu efni og eru hvorki of þykkar né of þunnar.

Buxurnar eru aðeins teknar saman að framan og með vösum að framan og svona “gervivösum” aftan á.

Þær eru með teygju í mittinu og band í mittinu sem gerir einnig mikið fyrir þær.


Ég mun alveg eins nota þessar buxur við hæla og flotta boli eða jakka!

Ég reikna með að þær muni koma aðeins betur út á mér eftir að ég er búin að eiga og maginn á mér minnkar, en eins og sést á myndunum þá get ég samt notað þær þó ég sé ólétt!


Síðast en ekki síst langar mig að segja ykkur frá dásamlegu Hylja regnkápunni minni!

Ég var með Instagram leik síðasta sumar þar sem þessi regnkápa var í vinning, en ég er svo innilega ánægð með hana! Mér finnst sniðið vera svo flott og liturinn virkilega fallegur!

Ég fór í búðina með það í huga að ég ætlaði að fá mér hana í svörtu en svo kolféll ég fyrir fjólubláa litnum og finnst hún koma rosalega vel út í þeim lit!

En þessi regnkápa er búin að nýtast mér mjög vel í þetta ár sem ég er búin að eiga hana og ef ykkur vantar fallega regnkápu í þessu yndislega veðri sem Ísland er að bjóða okkur uppá þessa dagana, þá mæli ég hiklaust með að þið farið í ZO-ON og nælið ykkur í þessa kápu!

Nú er kápan komin í enn fleiri litum en þegar ég fékk mér hana, en núna fæst hún í grænu, fjólubláu, svörtu, gulu, gráu og appelsínugulu!

Hún er þunn og létt en samt skjólsæl og hrindir burt vatni.

Ég get allavega notað hana við flest tækifæri og sama hvernig veðrið er.

Liturinn helst við þvott, sem er mikill kostur af því að litur dofnar oft á fötum við að vera þvegin.


bottom of page