Í fyrra deildi ég með ykkur frábæru vatnsdeigsbollu-uppskriftinni hennar mömmu. Ég notaði að sjálfsögðu sömu uppskrift í ár og gerði hefðbundnu vatnsdeigsbollurnar með súkkulaði og/eða sultu, en í ár ákvað ég að gera aðeins fleiri tegundir og bæta við bragðtegundum sem ég hef ekki prófað áður.
Þær sem urðu fyrir valinu voru Bailey's - karamellu - daim & dumle bollur og oreo bollur.



Vatnsdeigsbollur
125 g smjörlíki
2 ¹/₂ dl vatn
125 g hveiti
4 stk. egg
(Þetta verða ca. 28 bollur.)
Súkkulaði glassúr
5 dl flórsykur
2 ¹/₂ msk kakó
4 ¹/₂ msk kaffi (eða vatn)
1 tsk vanilludropar
Aðferð:
1. Smjörlíki og vatn sett saman í pott og látið sjóða saman (suðan þarf að koma upp).
2. Potturinn er tekinn af hellunni, hveitinu hellt út í sjóðandi vökvann og hrært saman þar til deigið er farið að losna frá pottinum.
3. Deigið er sett í skál og kælt niður í vel volgt.
4. Deiginu er skellt í hrærivél (eða hrært með handþeytara) og eggin sett út í, eitt í einu og deigið hrært vel á milli, áður en næsta eggi er bætt við.
Ég nota skeið til að setja deigið á bökunarplötuna, en einnig er hægt að setja deigið í sprautupoka og sprauta því á plötuna.
Bollurnar eru bakaðar á blæstri í 200° í 25 mínútur.
Báðar plöturnar bakaðar í einu.
Þegar bollurnar hafa kólnað eru þær skornar í sundur og sulta, rjómi, jarðaber, súkkulaði eða hvað sem manni dettur í hug er sett á milli og svo súkkulaði yfir.
Með þessari uppskrift þeytti ég ¹/₂ l af rjóma til að setja á milli.
BAILEY'S - DAIM & DUMLE BOLLUR
Fyllingin í Bailey's bollunum:
3 dl rjómi
1 dl nýmjólk
1 dl Bailey's líkjör
1 pakki royal karamellubúðingsduft
- Öllu blandað saman og þeytt
Súkkulaðið ofan á:
Rjómasúkkulaði
Örlítið Bailey's
Rjómi
- Brætt og hrært saman í potti
1. Bollan skorin í sundur
2. Súkkulaði sett í botninn
3. Daim og dumle stráð yfir súkkulaðið
4. Fylling sett yfir súkkulaðið
5. Lokið á bollunni sett á rjómann
6. Súkkulaði hellt yfir
7. Daim og dumle stráð yfir



OREO BOLLUR
Oreo rjómi:
2,5 dl rjómi
1 pakki mulið oreo
- Blandað varlega saman
Oreo smjörkrem:
50 g smjör
4 msk flórsykur
2 tsk vanilludropar
4 msk rjómi
1,5 pakki krem af oreo kökum
- Þeytt saman
1. Oreo tekið í sundur, kex og krem sett í sitthvora skálina
2. Bolla skorin í sundur
3. Smjörkrem sett í botninn
4. Oreo rjómi settur ofan á
5. Lokið á bollunni sett á
6. Smjörkrem sett yfir
7. Skreytt með oreo
8. BÓNUSSKREF - Súkkulaði sett yfir lokið
Ég prófaði að bæta súkkulaði við upprunalegu uppskriftina og NAMM - þá var bollan fullkomnuð!




Uppskriftir sem ég studdist við en breytti örlítið:
https://www.mbl.is/matur/frettir/2018/02/08/karamellubollur_med_baileys_rjoma_og_daim_kurli/