Mig langar að deila með ykkur þeim hlutum sem mér fannst gott að taka með út og hafa með í flugið.
Kerra / kerrustykki + bílstóll
Burðarsjal
Þunn húfa/hattur
Sterk sólarvörn
Stílar
Snuð x3
Sundföt
Sundbleyjur
Bleyjur
Blautþurrkur
Bleyjupokar
Stutterma samfellur
Langerma samfellur
Þunnar buxur
Þykkar buxur
Sokkabuxur
Sokkar
Náttföt
Teppi
Ungbarnasæng
Leikföng: - Nagdót -Hringla -Mjúk bók -Lítil leikföng með hljóðum
Nokkrir kassar af NAN 1
Mauk
Grautur
Barnaskeiðar
Plastskál (við vorum með plastskál með loki)
Smekkir (mér fannst betra að nota plastsmekki en smekki úr efni)
Hitabrúsi
Hraðsuðuketill
Svo er fæðunet mjög sniðugt til að geta gefið barninu t.d. gula melónu o.fl.
Ég tók plastskál með loki með sem ég keypti í Móðurást til að geta gefið Líam graut hvar og hvenær sem er.
Líam fær pela og ég þurfti því alltaf að sjóða vatn fyrir pelana í byrjun dags. Svo hellti ég því yfir í hitabrúsa og vatnið hélst heitt yfir allan daginn svo ég gat blandað pela á öllum stundum.
Ég tók hraðsuðuketil með af því að við gistum á þremur stöðum og ég vissi ekki hvort það yrði hraðsuðuketill á öllum stöðunum og svo eru hraðsuðukatlar stundum skítugir og mjög óheillandi á hótelum/í íbúðum svo ég ákvað að taka okkar með og nota hann alltaf svo allt væri hreint og fínt fyrir Líam.
Það þarf að sjálfsögðu að hafa það í huga þegar maður er með ungabarn í mikilli sól að barnið þarf að drekka nóg og svo þarf að passa vel að sólin skíni ekki of mikið á þau svo þau brenni ekki, eða fái sólsting og hita.
Við tókum kerrustykki og bílstól með, en við tókum burðarsjalið einnig með þar sem Líam varð stundum svolítið þreyttur á kerrunni og vildi vera meira uppréttur og skoða í kringum sig. En það var mjög þægilegt að hafa kerruna með okkur þegar við fórum af hótelinu til að geyma töskuna í og svo að Líam geti sofið í henni.
Listinn var orðinn frekar langur yfir hluti sem ég þurfti að taka með þegar við fórum frá hótelinu, svo mér fannst gott að hafa íþróttatösku með svo ég kæmi öllu fyrir og svo geymdi ég hana í kerrustykkinu, undir bílstólnum.
Mér finnst alltaf gott að hafa svona lista til hliðsjónar þegar ég pakka niður svo vonandi nýtist þessi listi ykkur líka♡
