top of page

SPÍTALATASKA

Ég lendi oft í því að fara einhvert og átta mig svo á að ég hafi gleymt einhverju. Þess vegna var ég dugleg að skrifa niður lista yfir þá hluti sem ég vildi taka með upp á fæðingardeild síðustu vikur meðgöngunnar. Mér fannst mjög þægilegt að hafa listann svo fyrir framan mig þegar ég var að pakka niður í spítalatöskuna og ætla þess vegna að deila listanum mínum með ykkur líka.

(Þar sem ég vissi ekki hversu stór hann yrði þá tók ég flest í tveimur stærðum, bæði 50 og 56.)


Fyrir Líam:

Náttgallar

Buxur með áföstum sokkum

Langerma samfellur

Klórvettlingar

Taubleyjur

Bleyjur

Blautþurrkur

Snuð

Mjúkt teppi

Bílstóll

Heimferðarsettið:

-Prjónuð peysa

-Prjónaðir sokkar

-Húfa

-Vettlingar


Fyrir mig:

Náttbuxur

Íþróttabuxur

Bolir

Gjafahaldari

Nærföt

Sími

Hleðslutæki

Myndavél

Tölva + tölvuhleðslutæki

Tannbursti + tannkrem

Hárbursti

Hárteygjur

Snyrtidót

Sjampó og hárnæring

Dömubindi

Brjóstainnlegg

Brjóstakrem

Mæðraskýrsla

Vatnsbrúsi

Gatorade/powerade

Nammi!!


Ég tók nokkrar flöskur af bláum gatorade og powerade með útaf ógleði og hausverk og svo fannst mér líka algjört must að hafa nammipoka haha.

Við vorum á spítalanum í 5 daga svo það bættist aðeins í fötin á listanum og mér fannst gott að hafa tölvuna með fyrst við vorum svona lengi.

bottom of page