top of page

SEPHORA - UPPÁHALDS VÖRUR


Ég á nokkrar uppáhalds vörur sem ég kaupi reglulega þegar ég fer í Sephora og passa upp á að eiga alltaf til.


Uppáhalds meikið mitt er frá MARC JACOBS og ég nota litina Beige Medium 34 eða Beige Deep 38 (eftir því hversu tönuð ég er).

Ég vel frekar meik með peach undertones heldur en yellow undertones.


Í síðustu ferð prófaði ég að kaupa aðra tegund af meiki sem ég hafði ekki prófað áður.

Ég valdi Born This Way frá Too Faced, og ég tók það í litnum nude.

Þetta meik kom mér skemmtilega á óvart og ég mun 100% kaupa mér þessa tegund aftur!Ég nota Translucent loose setting powder frá laura mercier.Uppáhalds augabrúnavaran mín er Dip brow frá Anastasia Beverly Hills, í litnum dark brown.


Púðrið sem ég nota hvers dags er Hoola frá Benefit.

(Ég nota annað ef ég fer eitthvað fínt og vil hafa ýktara make up, en þetta er mjög fínt svona hversdags.)


Ég nota Better than sex maskarann frá Too Faced og þetta er langbesti maskari sem ég hef prófað!!

Hann lengir og þykkir augnhárin, og lætur þau verða alveg eins og ég vil hafa þau.Ég kaupi mér nýjan Beauty blender í hverri ferð í Sephora.

Ég þríf beauty blenderana að sjálfsögðu oft og nota hvern og einn í einhvern tíma, en mér finnst þó gott að skipta þeim reglulega út og á því alltaf nýjan til.

Ég elska augabrúna gelið frá Anastasia Beverly Hills! Mæli mjööög mikið með!


Ég hef verið að nota highlighter frá BECCA sem mér finnst koma mjög vel út.

En mig langar svolítið að kaupa Glow Kit frá Anastasia Beverly Hills í næstu ferð, þar sem að það eru 4 mismunandi litaðir highlighter-ar.
bottom of page