top of page

PREGNANCY APP

Updated: Jan 14, 2019

Ég notaði tvö öpp á meðgöngunni. Mér fannst mjög gaman að skoða þau í hverri viku til vita ca. stærðina á barninu og fá upplýsingar um hvað sé að myndast í hverri viku og hvernig barnið þroskast.


Fyrra appið er Pregnancy +



Stærðin á barninu er miðuð við ávexti í flestum öppum, en lengdin og þyngdin kemur líka fram. Ég fylgdist með tölunum til að vita svona ca. hversu mikið barnið stækkaði á milli vikna.




Það er hægt að velja image, 2D Scan og 3D Scan til að sjá ca. hvaða breytingar verða á barninu á milli vikna. Það er magnað að sjá myndirnar fyrstu vikurnar og miða þær svo við þær síðustu.



Hægt er að skrá alls konar upplýsingar og halda utan um allt í appinu, til dæmis læknatíma, to-do lista og spítalatöskulista.

Hægt er að taka tímann á milli samdrátta, skoða lista yfir nöfn og fleira.





Seinna appið er Ovia - Pregnancy Tracker.



Stærðin á höndum/fótum er miðuð við vikuna sem maður er á og svo stærðina þegar barnið fæðist eftir fulla meðgöngu.



Í meðgöngu öppum eru líka oft erlendir bumbuhópar og spjallþræðir, fyrir þá sem hafa áhuga á því.

Ég notaði Pregnancy+ meira, en Ovia appið var oft með aðrar upplýsingar en Pregnancy+ á milli vikna og því skoðaði ég alltaf bæði öppin.

bottom of page