top of page

PARTÝVEFJUR

Updated: Jun 4, 2019



Ég hef prófað alls konar útfærslur af partývefjum, en þessar eru alltaf bestar!


Tortillakökur

200 g rjómaostur

1 stk blaðlaukur

1 skinkubréf

1 stk rauð paprika



Ég saxa blaðlaukinn (báða endana - græna og hvíta), skinkuna og rauðu paprikuna agnarsmátt.

Ég set rjómaostinn í hrærivél ásamt hinum hráefnunum og hræri þar til allt hefur blandast vel saman.

(Venjulega hef ég alltaf hrært með pískara en rjómaosturinn er svo ótrúlega stífur að það varð töluvert auðveldara að gera vefjurnar eftir að ég byrjaði að blanda hráefnunum saman í hrærivél.)

Svo smyr ég blöndunni á tortilla kökur og sker í litla bita.

Ég sting tannstöngli eða einhvers konar partýpinna í hvern bita.



bottom of page