top of page

OSTABRAUÐRÉTTUR

Updated: Jun 4, 2019Þessi brauðréttur er í miklu uppáhaldi.

Hann er mjög einfaldur og fljótlegur.1 poki brauð

1 stk. rauð paprika

1 stk. græn eða gul paprika 4-5 dl mjólk 1 stk. mexíkóostur

1 stk. piparostur 2 öskjur skinkumyrja

1 bréf skinka 1 pakki pepperóní 1 stk. poki rifinn osturAðferð:


Brauðið skorið í litla bita og sett í eldfast mót.

Paprikurnar (rauð+gul eða rauð+græn) skornar í smáa bita og settar yfir brauðið.


Mjólkin er hituð við lágan hita.

Ostarnir skornir í smáa bita og bætt út í mjólkina.

Hrært þar til ostarnir hafa bráðnað.

Skinkumyrjunni bætt út í og allt hrært saman.

Skinka og pepperóní skorið í litla bita, og því bætt út í.


Blöndunni er hellt yfir brauðið og paprikurnar (passa að hella vel yfir allt brauð og á milli allra brauðbita til að bleyta upp í öllu brauðinu).

Að lokum er rifinn ostur settur ofan á.

Brauðrétturinn settur inn í ofn við 180°, þar til osturinn er bráðinn.

bottom of page