top of page

NÚÐLURÉTTUR

Updated: Feb 13, 2019



Þessi uppskrift er fyrir ca.7-8 manns, en lítið mál að helminga hana.

Ég geri þó alltaf þessa uppskrift og við eigum þá afgang og getum fengið okkur í hádeginu daginn eftir.


Uppskrift:

1 poki kjúklingabringur

1 poki núðlur

2 dl. La Choy Teriyaki sósa

1 krukka eða 2 litlir pokar af Chow Mein eða Hoisin sósu

Grænmeti eftir smekk.

Í þessum rétti er:

1 paprika

1 laukur

Brokkolí

Blómkál

Gulrætur


(Einnig hægt að nota hvítkál, kúrbít o.fl.)

Það er sniðugt að kaupa frosna grænmetisblöndu sem inniheldur brokkolí, blómkál og gulrætur til þess að sleppa við að skera það allt niður.


Aðferð:

  • Kjúklingurinn skorinn í litla bita, steiktur á pönnu með smá olíu og kryddaður með salti og pipar (ég nota stundum örlítið seasoned salt líka til þess að fá ennþá meira bragð)

  • 1 dl. Teriyaki sósu hellt yfir steiktan kjúklinginn á pönnunni

  • Grænmetið skorið niður og mýkt á wok pönnu með smá olíu

  • 1 dl. Teriyaki sósu hellt yfir grænmetið.

  • Núðlur soðnar í potti í 5 mínútur, vatnið sigtað frá.

  • Núðlunum, kjúklingnum og grænmetinu blandað saman ásamt Chow Mein eða Hoisin sósunni.

bottom of page