top of page

MYNDAPÆLINGAR

Við fórum í bæði bumbumyndatöku og ungbarnamyndatöku, og ég er ennþá að reyna að velja hvaða myndir ég ætti að panta í stórum stærðum eða strigamyndir.

Ég pantaði albúm eftir báðar myndatökurnar og fékk helling af litlum myndum, en mig langar svo að eiga nokkrar stórar í römmum.


Ég sá einhvern tímann mynd úr svefnherbergi þar sem það voru þrjár fallegar, stórar, svarthvítar myndir fyrir ofan rúmið. Mér fannst það ótrúlega flott, svo ég prófaði að taka þrjár svarthvítar úr bumbumyndatökunni og setja saman.

Mér finnst þær koma mjög skemmtilega út!


Svo sendi ljósmyndarinn mér þessa samsetningu eftir ungbarnamyndatökuna.

Ég mun örugglega taka mér mánuð í viðbót að ákveða þar sem það er svo mikið af öðrum fallegum myndum úr myndatökunum sem mig langar að prófa að setja saman og sjá hvernig þær koma út.

Ég sýni ykkur útkomuna þegar myndirnar eru tilbúnar!

bottom of page