top of page

LÍAM MYRKVI 1 ÁRS



Laugardaginn 1.júní varð litli gleðigjafinn minn 1 árs!

Þvílíkt sem þetta ár er búið að líða hratt.


Líam er ótrúlega brosmildur, duglegur, gullfallegur og góðhjartaður strákur.

Hann knúsar og kyssir mömmu sína endalaust og er yndislegur í alla staði.

Ég er ótrúlega heppin með hann, hann er algjört draumabarn.

Hann hefur sofið allar nætur frá því hann var 3 mánaða og mamman því alveg útsofin allt fyrsta árið hans.

Hann er algjört matargat og er til í að borða allan mat sem ég býð honum, mér finnst því ótrúlega skemmtilegt að gefa honum að borða.

Hann gefur alltaf með sér, sama hvort það er dót eða matur, og er alltaf svo góður við alla.



Líam byrjaði afmælisdaginn á að fá pakka, blöðrur og uppáhalds ávextina sína.



Við ákváðum að halda afmælisveislu í sal í Reykjavík, svo að fólk þyrfti ekki að keyra alla leið uppá skaga í veislu.

Dagurinn var ótrúlega góður og Líam var hæstánægður að sjá alla og leika við krakkana.







Ég hugsaði að það yrði ótrúlega þægilegt að panta allar veitingar tilbúnar eins og ég gerði fyrir skírnina hans, og að þurfa ekkert að standa í bakstri sjálf, en einhverra hluta vegna langaði mig að gera allt sjálf af því að þetta var fyrsta afmælið hans.


Nóttina fyrir afmælið, klukkan 04:00 to be exact, stóð ég inni í eldhúsi dauðþreytt að taka muffins út úr ofninum og klára að skera síðustu tortillabitana. Þá ákvað ég að ég myndi panta allt tilbúið fyrir 2 ára afmælið og sleppa við allt stress og þreytu haha.





Ég keypti flestar skreytingar í Boston í febrúar, en ég tók eftir því að einhverjar af vörunum eru komnar í partýbúðina! Þær kostuðu reyndar helmingi minna í Boston, en fínt að vita af því að það er gott úrval af vörum fyrir veislur hérna heima.


Við áttum yndislegan dag með gullinu okkar og fjölskyldum.




Hér fyrir neðan er listi yfir veitingarnar. Nánast allar uppskriftirnar má finna hér á síðunni minni.


Aspasbrauðréttur x2

Ostabrauðréttur x2

Döðlugott x2

Ostasalat x2

Partývefjur x2

Súkkulaðikaka

Rice krispies bananakaka x2

Muffins með piparmyntukremi og sprinkles


Ávaxtaspjót

Ávaxtabox (Hindber, jarðaber, bláber, kiwi, vínber, ananas og mangó.)

Glöst með grænmetisstrimlum og vogaídýfu í botninum (gúrkur, gulrætur og paprikur).

Melónur á íspinnaspýtum - minna klístraðar hendur á börnunum!

bottom of page