Ég er með mjög þykkt og krullað hár og eyði alltof miklum tíma í að blása, slétta og gera hárið mitt fínt.
Nú á ég á von á mínu fyrsta barni og mig langar ekki að eyða svona miklum tíma í hárið á mér með nýfæddan soninn, en ég vil samt að hárið á mér líti vel út. Ég skellti mér því til Hemma á Modus í Keratín meðferð!
Keratín meðferð er sléttimeðferð sem sléttir hárið um 30-60%.
Meðferðin helst í 3-7 mánuði, það fer eftir því hversu vel maður viðheldur henni. Ég mun fara í keratín hárþvott á 3 mánaða fresti til að viðhalda þessu sem lengst.
Ég hef tekið eftir því núna eftir sléttimeðferðina að það er gríðarlegur munur á hárinu á mér eftir að ég þvæ það!
Ég er mun fljótari að blása það og slétta, en núna þarf ég einungis að renna tvær/þrjár umferðir yfir hárið með sléttujárni ef mig langar að hafa það alveg rennislétt, í staðinn fyrir 5-7 umferðir eins og fyrir meðferðina.
En ég hef líka tekið eftir að hárið lítur mun heilbrigðara út og er meira glansandi!
Þetta mun allavega auðvelda mér lífið til muna á meðan litli er nýfæddur og mér finnst þetta algjör snilld fyrir nýbakaðar mæður til að þær þurfi ekki að eyða óþarfa tíma í hárið á sér sem gæti farið í að knúsast í litla gullinu sínu!



Verðið á meðferðinni fer eftir þykkt og sídd hárs hjá hverjum og einum, en er á bilinu 25.500-55.000 kr.
*Færslan er unnin í samstarfi við Modus - hársnyrtistofu í Smáralind.