Mig langar að segja ykkur aðeins frá uppáhalds hárvörum mínum í augnablikinu.
Það eru þrjár vörur frá label.m sem ég elska.
Ég nota Volume Mousse mikið til að fá lyftingu í hárið og svo er ótrúlega góð lykt af því!
Ég er náttúrulega ljóshærð en lita hárið dökkt, og þegar ég er komin með smá rót þá nota ég Brunette Dry Shampoo til að fela rótina.

Ég spreyja hitavörn frá REF í hárið þegar það er rakt, og svo blæs ég það og slétti/krulla.

Það eru tvær olíur sem ég held mikið upp á, önnur er frá Wella og hin frá SexyHair.
Ég nota oftast bara 1-2 dropa af olíu og set í endana á hárinu.


Að lokum er það sprey frá REF sem ég nota eftir að ég krulla á mér hárið.
Það lætur krullurnar endast lengur út kvöldið, svo að þær leki ekki úr.
