top of page

FYRSTU SKÓRNIRFyrstu skórnir sem ég valdi fyrir Líam til að byrja að labba í eru Nike Tanjun (TDV).

Hann á aðra "punt" skó sem hann notaði áður en hann byrjaði að labba, svona mjúka og þægilega skó, en þeir voru ekki nógu góðir til að byrja að labba í.

Ég valdi þessa af því að þeir halda vel við ökklann og eru með þykkum sóla, en ég myndi ekki vilja setja hann í stífari skó en þessa.Líam byrjaði að standa upp við sófann og sófaborðið um 7-8 mánaða aldur, fljótlega eftir það fór hann að labba meðfram hlutum. Eftir að hann byrjaði að nota þessa skó náði hann að standa sjálfur óstuddur og hann rennur ekki.

Þessir skór styðja vel við lappirnar og hann nær ótrúlega góðu jafnvægi.

Hann er 10 mánaða og notar stærð 22.*Færslan er ekki kostuð eða unnin í samstarfi.

Recent Posts

See All
bottom of page