top of page

BABY SHOWER

Updated: Feb 13, 2019



Síðastliðinn laugardag komu fjölskylda mín og vinkonur mér þvílíkt á óvart með því að halda baby shower fyrir mig og litla kall! Ég vissi ekki betur en að ég væri að fara í systrahitting, þar sem við ætluðum að panta pizzu, spjalla og kannski spila.

Við systurnar búum svo dreift um landið að við náum sjaldan að hittast, en tvær systra minna búa á Selfossi, ég á Akranesi, ein á Sauðárkróki og hinar í bænum. Mér brá því heldur betur þegar ég labba inn í sal fullan af vinkonum mínum, ótrúlega flottum skreytingum og helling af mat!



Þeim tókst heldur betur að gera þetta flott og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að eiga svona yndislega að!


Mamma og Perla höfðu planað leiki til að fara í, fyrsti var þannig að við fengum allar A4 blað sem við áttum að halda fyrir aftan bak og rífa út barn! Þetta var ótrúlega fyndið þar sem við sáum náttúrulega ekkert hvað við vorum að gera og það var mjög auðvelt að týna því hvert maður var kominn, hvort maður væri að gera hendi á barninu eða hvað, svo útkomurnar voru mjög skrautlegar og mikið hlegið af þeim. Svo var pappírsbörnunum safnað saman, Perla lyfti þeim öllum upp til sýnis og við kusum hvaða barn hafði vinninginn.

Næsti leikur var bleyjuleikurinn þar sem þær bræddu mismunandi tegundir af súkkulaði í bleyjur og við áttum að finna út hvaða súkkulaðitegund væri í hverri bleyju.

Að lokum fengu þær mig til að skipta blindandi um bleyju á dúkku til að athuga hvort ég væri fær um að skipta á barni hálfsofandi að nóttu til haha.



Það voru ekkert smá flottar veitingar í boði!

Það var pítubakki, lúxusbakki og tortilla veislu- og partýbakkar frá Sóma, smáborgarar frá Hamborgarafabrikkunni (Stóri Bó, Fabrikkuborgarar og Grísasamlokur/pulled pork) og einnig voru sósur frá þeim, Fabrikkusósan og Bó sósan. Svo voru kleinuhringir frá Krispy Kreme og þeir voru með ljós- og dökkbláum glassúr til skiptis í stíl við skreytingarnar. Það voru tvær gullfallegar tertur frá Sætum Syndum! Önnur var saltkaramellu og hin mars og voru þær báðar ótrúlega góðar. Einnig voru marengs tertur (önnur pipp og hin daim), Betty Crocker brownies,  niðurskornir ávextir og brætt súkkulaði, ostasalat og svo voru skálar á borðunum með hlaupi og páskaeggjabrotum (með piparfylltum lakkrís). 



Dagurinn hefði ekki getað verið betri!

Takk fyrir mig ❤︎


bottom of page