top of page

ASPASBRAUÐRÉTTUR



Þessi aspasbrauðréttur er ótrúlega einfaldur og góður!


1 poki brauð

1 skinkubréf

1 stk campbell's sveppasúpa

1 dolla grænn aspas

Rjómi

Ostur


Brauðið skorið í litla bita og sett í eldfast mót.

Skinkan er skorin í smáa bita.

Sveppasúpan er hituð í potti.

1 dl af safanum af aspasinum er bætt við súpuna.

1,5 dl rjóma er einnig bætt við.

Skinkunni er bætt við og öllu hrært saman.

Að lokum er aspasinum bætt út í og blandað varlega saman við.

Blöndunni er hellt yfir brauðið.

Að lokum er rifinn ostur settur ofan á.

Brauðrétturinn settur inn í ofn við 180°, þar til osturinn er bráðinn.



bottom of page