2019
Við áttum frábært ár! Líam er orðinn 1,5 árs og hann hleypur út um allt, talar og syngur á íslensku, ensku og aðeins á ítölsku, hann er algjör Einstein!
Hann er yndislegur, góðhjartaður og ótrúlega fyndinn karakter.
Við náðum að nýta árið mjög vel og gera helling saman, en mestu breytingarnar fyrir okkur voru flutningar til Ítalíu.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Í byrjun árs fórum við með Hektor, næstelsta strákinn okkar, í hjartaaðgerð í Boston.
Hann var með of hraðan hjartslátt vegna leiðni um aukabraut (auka rafleiðnibraut sem liggur milli gátta og slegla hjartans). Það hafði hrjáð hann lengi og því var sú ákvörðun tekin að hann færi í hjartaþræðingu á Boston Children's Hospital.
Á meðan við vorum úti fékk Líam að fara á Selfoss í dekur hjá guðforeldrum sínum, Perlu og Erni.




Skjöldur var fermdur í mars og Hektor var fermdur í apríl.






Við fjölskyldan ferðuðumst mikið, bæði innanlands og erlendis.













Líam elskar að fara á Selfoss í heimsókn til ömmu sinnar og ekki skemmir fyrir að hún er alltaf að kaupa eitthvað nýtt og skemmtilegt! Einn daginn komum við í heimsókn og hún var búin að skella litlum hoppukastala inn í stofu! Líam var mjög ánægður með það. Svo keypti hún nokkra rafmagnsbíla fyrir krakkana, svo Líam gat farið með Myrru og Bæron á rúntinn. Svo er plastrennibraut inni í herbergi hjá krökkunum, vatns-sullborð úti á palli, hoverboard og fleira.



Fyrsti bolludagurinn og fyrstu páskarnir hans Líams voru á árinu.


Garðar varð 36 ára í apríl.

25.maí varð ég 21 árs og Sóley útskrifaðist úr FSu á afmælisdaginn minn.



Elsku yndislegi snillingurinn minn, Líam Myrkvi, varð 1 árs þann 1.júní.

Mamma varð 40 ára þann 19.júlí svo við börnin hennar ákváðum að skella í surprise afmælisbrunch með alls konar fíflagangi í tilefni dagsins.
Perla plataði hana í sund um morguninn svo við gátum gert allt klárt heima hjá henni.
Við pöntuðum köku með textanum "Sigrún 40 ára prinsessa", keyptum blys, stóra einhyrninga-
gasblöðru og einhyrninga piñata sem við fylltum af nammi.

Líam byrjaði í leikskóla í ágúst.

Við nýttum sumarið vel, fórum í bústað, dýragarðinn Slakka, húsdýragarðinn, bogfimi, fórum til Svíþjóðar í brúðkaup hjá Sigga og Mayu og fórum svo í foreldrafrí til Ítalíu.
Í haust skruppum við aðeins til Tenerife og fluttum svo til Ítalíu.



























Við enduðum árið svo á Íslandi og áttum frábær jól og áramót með fjölskyldunni.







Það verður erfitt að toppa þetta viðburðaríka og skemmtilega ár en við hlökkum mikið til að sjá hvaða tækifæri 2020 hefur upp á að bjóða.💫
Gleðilegt nýtt ár!
❤